Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2017 21:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána. Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána.
Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45