Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2017 20:45 Guðrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag: Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag:
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira