Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2017 20:45 Guðrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag: Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. Þrennir tónleikar verða um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá æfingu í Skálholti í dag þar sem heyra mátti hljóðfæraleik meðlima sænsku barokksveitarinnar Camerata Öresund og söng Hildigunnar Einarsdóttur. Sumartónleikarnir í Skálholti eiga sér yfir fjörutíu ára sögu. „Þetta er ein elsta hátíð á Norðurlöndum þar sem verið er að leggja áherslu á hljóðfæraleik á upprunahljóðfæri, söguleg hljóðfæri, og fyrir það er hún þekkt langt út fyrir landsteinana,“ segir Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti.Barokksveitin Camerata Öresund á æfingu í Skálholtsdómkirkju í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjunnar menn eru stoltir af því að leggja Skálholtsdómkirkju undir tónleika. „Hljómburðurinn í dómkirkjunni er afbragðsgóður. Þetta er eitthvert besta tónlistarhús landsins,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Undir það tekur tónlistarfólkið, sem sækist eftir því að fá að taka þátt í hátíðinni. „Hún er ákaflega hljómfögur fyrir þessa tónlist,“ segir Guðrún. Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hátíðin í ár hófst þann 8. júlí, stendur í fimm vikur, og á þessum tíma geta gestir valið um nærri þrjátíu tónleika, meðal annars heyrt þetta nú um helgina: „Hittara allra tíma, Árstíðir eftir Vivaldi. Og þeir spila eins og svakalegir stuðboltar þannig að það er alveg á við hvaða rokktónleika sem er,“ segir Guðrún og hlær. Tónlistarhátíðinni lýkur um verslunarmannahelgina með minningartónleikum um stofnandann, Helgu Ingólfsdóttur. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sumartónleika í Skálholti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skálholti í dag:
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira