Nóg að gera í borginni en rólegt á landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2017 08:54 Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í talsvert meiru að snúast í nótt en starfssystkin hennar á landsbyggðinni. Nær sömu sögu er að segja af verkefnum næturinnar hjá lögreglunni á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum; tíðindalaust með öllu að frátöldum nokkrum minniháttar útköllum á Akureyri þar sem Ein með öllu fer fram. Annars hafi ekki þurft að hafa afskipti af drullusokkunum á Mýrarboltanum, ekki frekar en gestum Fljótsdalshéraðs. Búast má við lista síðar í dag frá lögreglunni í Vestmannaeyjum þar sem hún greinir frá verkefnum næturinnar. Þó mun hún ekki greina frá þeim kynferðisbrotum sem koma upp á hátíðinni eins og áður hefur verið greint frá. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði þó í nógu að snúast í nótt ef marka má dagbókarfærslur hennar. Tvö heimilisofbeldismál rötuðu inn á borð lögreglunnar í nótt. Einn maður og tvær konur voru handtekin í tengslum við málin. Lögreglan þurfti að bregðast við tilkynningu um líkamsárás á bar við Laugaveg þar sem menn höfðu ráðist á dyravörð, veitt honum áverka og tekið gleraugun hans. Einn árásarmannanna var enn á vettvangi þegar lögreglan mætti á svæðið og var hann vistaður í fangageymslu. Áverkar dyravarðarins eru taldir minniháttar. Þá kemur fram að í það minnsta sjö hafi verið handteknir vegna gruns um ölvunarakstur og þá var ökumaður stöðvaður á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi á Hverfisgötu. Ökumaðurinn reyndist vera 16 ára og því ökuréttindalaus. Hann er jafnframt grunaður um ölvun við akstur. Tveir farþegar voru í bílnum og sóttu forráðamenn drengsins hann á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Málið hefur verið tilkynnt til Barnaverndar. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í talsvert meiru að snúast í nótt en starfssystkin hennar á landsbyggðinni. Nær sömu sögu er að segja af verkefnum næturinnar hjá lögreglunni á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum; tíðindalaust með öllu að frátöldum nokkrum minniháttar útköllum á Akureyri þar sem Ein með öllu fer fram. Annars hafi ekki þurft að hafa afskipti af drullusokkunum á Mýrarboltanum, ekki frekar en gestum Fljótsdalshéraðs. Búast má við lista síðar í dag frá lögreglunni í Vestmannaeyjum þar sem hún greinir frá verkefnum næturinnar. Þó mun hún ekki greina frá þeim kynferðisbrotum sem koma upp á hátíðinni eins og áður hefur verið greint frá. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði þó í nógu að snúast í nótt ef marka má dagbókarfærslur hennar. Tvö heimilisofbeldismál rötuðu inn á borð lögreglunnar í nótt. Einn maður og tvær konur voru handtekin í tengslum við málin. Lögreglan þurfti að bregðast við tilkynningu um líkamsárás á bar við Laugaveg þar sem menn höfðu ráðist á dyravörð, veitt honum áverka og tekið gleraugun hans. Einn árásarmannanna var enn á vettvangi þegar lögreglan mætti á svæðið og var hann vistaður í fangageymslu. Áverkar dyravarðarins eru taldir minniháttar. Þá kemur fram að í það minnsta sjö hafi verið handteknir vegna gruns um ölvunarakstur og þá var ökumaður stöðvaður á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi á Hverfisgötu. Ökumaðurinn reyndist vera 16 ára og því ökuréttindalaus. Hann er jafnframt grunaður um ölvun við akstur. Tveir farþegar voru í bílnum og sóttu forráðamenn drengsins hann á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Málið hefur verið tilkynnt til Barnaverndar.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira