Innlent

Umfangsmikil leit í Kópavogi að 23 ára karlmanni

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Frá leitaraðgerðum í Kársnesinu í kvöld.
Frá leitaraðgerðum í Kársnesinu í kvöld. Aron Tómas
Umfangsmikil leit stendur yfir í og í kringum Kársnesið í vesturhluta Kópavogs og yfir í Arnarnes og Sjálandshverfið í Garðabæ að Hafliða Arnari Bjarnasyni, 23 ára karlmanni.

Síðast spurðist til hans síðdegis í dag.

Hafliða Arnars er saknað.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti um klukkan hálf eitt eftir miðnætti eftir Hafliða Arnari. Hanner grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með dökkt skollitað hár. Hafliði Arnar er með húðflúr á vinstra brjósti, aftan á hálsi og á milli fingra á annarri hönd. Önnur framtönn hans er brotin.

Þeir sem hafa séð til ferða Hafliða Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Leitað í lofti og sjó

Þyrla Landhelgisgæslunnar er notuð við leitina og bátar sömuleiðis. Lögregla og björgunarsveitarfólk koma að leitaraðgerðinni þar sem ljóskastarar eru notaðir í myrkrinu.

Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að óttast væri um mann og aðgerðirnar tengdust því máli.

Frétt uppfærð klukkan 01:04.

Frá aðgerðum á Kársnesinu í kvöld.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Björgunarsveitarfólk tekur þátt í leitinni.Vísir/Egill
Frá leit á sjó í Kársnesinu í kvöld.Aron Tómas
Vasaljós og ljóskastarar eru notaðir í myrkrinu.Aron Tómas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×