Fasteignamat eignarinnar er um 85 milljónir en um er að ræða 210 fermetra íbúð sem staðsett er í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesinu. Fjögur svefnherbergi eru inni í íbúðinni og henni fylgja tvö stæði í bílageymslu og stór geymsla. Stæði í bílageymslu og svalir teljast ekki með í fermetratölu eignar.
Íbúðin skiptist í forstofu, gang, eldhús,stofu og borðstofu. Fjögur svefnherbergi tvö baðherbergi og þvottahús. Íbúðin er fullbúin án gólfefna en þó eru baðherbergi og þvottahús flísalögð.
Allar innréttingar eru hannaðar af Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnardóttir. Frábært útsýni er úr eigninni eins og sjá má hér að neðan.





