Innlent

John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þær eru ekki auðveldar aðstæðurnar á K2.
Þær eru ekki auðveldar aðstæðurnar á K2. líf styrktarfélag
John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum en hann stefnir á að ná tindi þessa næsthæsta fjalls heims á fimmtudag.

Vegna veðurs komst hópurinn þó ekki á þann stað í búðunum þar sem búið var að koma búnaði fyrir fyrir nokkru síðan þar sem snjóflóð féll á því svæði á dögunum. Ekki er því vitað hver staðan á búnaðinum er eftir snjóflóðið.

Að því er segir í tilkynningu er John Snorri búinn að koma sér fyrir í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla og kemur þannig í veg fyrir að hann lendi í snjóflóði. Mjög erfitt var hins vegar að tjalda því tjaldið fylltist af snjó.

John Snorri dvelur nú í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla. Hann stefnir á toppinn á fimmtudag.líf styrktarfélag
„Hópurinn samanstendur þessa stundina af John Snorra og tveimur Kínverjum ásamt þremur sherpum. Aðrir sem eru á sömu leið eru tveir Bandaríkjamenn og einn frá Sjanghæ. Eina konan sem er í hópnum er frá Bandaríkjunum, hún stefnir á að vera fyrsta konan frá USA á topp K2.

Hópurinn verður í búðum þrjú í tvær nætur þar sem veðurspáin lofar góðu fimmtudaginn 27. júlí að toppa K2.  Næsti leggur eða upp í búðir fjögur en leið sem er mjög erfið viðureignar þar sem farið er yfir hættulegt svæði. Hópurinn hefur núna tvo daga í að undirbúa þá för.

Stefnt er á toppinn fimmtudaginn 27. júlí. Takist John Snorra að standa á toppnum á K2 verður hann fyrsti Íslendingurinn að gera það, einungis er talið að um 240 manns hafi tekist að klífa þetta hættulega fjall,“ segir í tilkynningu frá Lífi, styrktarfélagið kvennadeildar Landspítalans en John Snorri safnar áheitum fyrir félagið með gönu sinni á topp K2.

Hægt er að fylgjast með leiðinni á toppinn á Facebook-síðu leiðangursins.

Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að konan sem er í hópi John Snorra yrði sú fyrsta til að ná toppi K2. Það er ekki rétt; sú fyrsta til að ná toppi fjallsins varWanda Rutkiewicz árið 1986. Þetta hefur nú verið leiðrétt.


Tengdar fréttir

John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×