John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 20:25 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2. kári schram Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl. Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl.
Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00
Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00