John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 20:25 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2. kári schram Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl. Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl.
Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00
Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00