Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2017 13:01 Undirbúningur hefur verið í fullum gangi. vísir/eyþór Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. Um fimm þúsund skátar munu taka þátt á alþjóðlega skátamótinu sem fram fer hér á landi í ár. Mótið verður kynnt með formlegum hætti nú eftir hádegi, og svo sett í fyrramálið. Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri segir undirbúning hafa staðið yfir frá árinu 2014. „Dagskráin er þannig að við erum að kljást við viðfangsefni sem liggur ungu fólki nálægt í dag. Þegar þau eru á öllum stöðum um landið þá eru þau að læra um náttúruna og þau eru að reyna á sjálft sig, með því að taka þátt í alls konar ævintýrum og útivist.” Hrönn segir mikinn samfélagslegan ávinning hljótast af mótinu, meðal annars muni skátarnir taka þátt í uppbyggingu innviða hér á landi. „Tekjur mótsins sjálfs eru í kringum sex hundruð milljónir. Það eru þátttökugjöldin sem við fáum. Við fáum til viðbótar styrki upp á rúmar 100 milljónir. En svona ef við tökum tillit til alls þá þarf þetta fólk að kaupa flugfargjöld og jafnvel ferðast hér um landið, sumir í margar vikur. Þá má ætla að heildarvinningur samfélagsins sé um tveir og hálfur milljarður.” Hrönn segir að ákveðnar áhyggjur hafi verið uppi vegna samgöngukerfisins, því ljóst var að strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins anna ekki öllum þessum fjölda. „Við höfum nú lent í ýmsu en eitt sem kom í ljós var að þátttakendur okkar þurfa að sofa í skólum og hér og þar um alla borg um helgina og aftur að mótinu loknu, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til nægilega mörg hótelherbergi. Við rákum okkur á það að almenningssamgöngukerfið gat ekki annað því að koma fólki fram og til baka. Þannig að við enduðum á því að fara í samstarf við Kynnisferðir sem eru að finna lausnir á þessu. Við látum þetta bara ganga upp, en á ákveðnum leiðum gæti strætó orðið dálítið vel fullur,” segir hún.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira