Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 12:16 John Snorri er nú fastur í búðum 3 á K2 en stefnir engu að síður enn ótrauður á toppinn. líf styrktarfélag John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. Svo slæmt veður er nú á fjallinu að ekki er hægt að fara út úr tjöldunum í búðunum. Hópurinn sem hann gengur með er nú eini hópurinn sem er eftir í fjallinu af þeim sem ætluðu að reyna við toppinn síðar í vikunni og þá hafa tveir í hóp John Snorra einnig hætt við. „Mér líður ágætlega en vandamálið er að það er svo vont veður að við komumst ekki hærra sem stendur í fjallinu. Veðurglugginn er þannig að við ætluðum að reyna að toppa 27. júlí og ástandið er þannig að ef við komumst ekki upp í búðir fjögur á morgun þá gæti þetta orðið ansi erfitt,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu frá búðum þrjú á K2. Það ræðst því í raun á næsta sólarhring hvort að hópurinn komist á toppinn. „Tveir í hópnum hjá mér eru hættir við; einn fékk háfjallaveiki og er farinn niður og annar komst ekki lengra. Aðrir hópar í fjallinu eru allir hættir við erum fimm hérna eftir sem ætlum ennþá að reyna við toppinn og erum mjög spennt að reyna að klára verkefnið.“En veðrið er sem sagt mjög slæmt? „Já, það er mjög slæmt veður og við komumst ekkert út úr tjöldunum. Eina sem við getum gert er að fara út úr tjöldunum til að laga þau. Það fer nú samt ekki illa um okkur hérna,“ segir John Snorri. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hann nái topp K2 á fimmtudag eins og hann stefnir að segir hann: „Ef þetta tekst þá verður þetta mikil pressa af því við getum þá ekki lagt af stað fyrr en á morgun upp í búðir fjögur. Það verður þá mikill hraði á okkur og mikil vaka og mun reyna mikið á alla. Tengdar fréttir John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. Svo slæmt veður er nú á fjallinu að ekki er hægt að fara út úr tjöldunum í búðunum. Hópurinn sem hann gengur með er nú eini hópurinn sem er eftir í fjallinu af þeim sem ætluðu að reyna við toppinn síðar í vikunni og þá hafa tveir í hóp John Snorra einnig hætt við. „Mér líður ágætlega en vandamálið er að það er svo vont veður að við komumst ekki hærra sem stendur í fjallinu. Veðurglugginn er þannig að við ætluðum að reyna að toppa 27. júlí og ástandið er þannig að ef við komumst ekki upp í búðir fjögur á morgun þá gæti þetta orðið ansi erfitt,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu frá búðum þrjú á K2. Það ræðst því í raun á næsta sólarhring hvort að hópurinn komist á toppinn. „Tveir í hópnum hjá mér eru hættir við; einn fékk háfjallaveiki og er farinn niður og annar komst ekki lengra. Aðrir hópar í fjallinu eru allir hættir við erum fimm hérna eftir sem ætlum ennþá að reyna við toppinn og erum mjög spennt að reyna að klára verkefnið.“En veðrið er sem sagt mjög slæmt? „Já, það er mjög slæmt veður og við komumst ekkert út úr tjöldunum. Eina sem við getum gert er að fara út úr tjöldunum til að laga þau. Það fer nú samt ekki illa um okkur hérna,“ segir John Snorri. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hann nái topp K2 á fimmtudag eins og hann stefnir að segir hann: „Ef þetta tekst þá verður þetta mikil pressa af því við getum þá ekki lagt af stað fyrr en á morgun upp í búðir fjögur. Það verður þá mikill hraði á okkur og mikil vaka og mun reyna mikið á alla.
Tengdar fréttir John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19
John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47