Nauðsynlegt að fara í uppbyggingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2017 20:51 Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent