„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent