„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus. Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þrír menn voru hætt komnir um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna, suðvestur af Íslandi þegar skúta þeirra missti mastur í þungum sjó. Forstöðumaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar segir það ekki ákjósanlegt að flugvél gæslunnar hafi ekki verið tiltæk þegar á þurfti að halda í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá skútu í sjávarháska um klukkan hálf fimm í morgun og var skútan stödd suðvestur af Íslandi. Um þrjátíu og fimm sjómílur utan við efnahagslögsöguna. Þegar í stað fóru umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar af stað. „Það fyrsta sem er gert að það er að fá staðfest. Það kemur nú þó nokkuð af fölsku neyðarboðum árlega og það var gengið úr skugga um það og fljótlega kom í ljós að neyðarsendir hefði verið handræstur sem að segir það að þetta hljóti að vera mjög trúlegt,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar. Þegar mastur skútunnar brotnaði missti hún sjóhæfni, rafmagn og fjarskipti Skútan er um fjörutíu feta löng og er skráð í Bandaríkjunum og eru þrír í áhöfn. Skútan lagði af stað frá Virginíu í upphafi mánaðarins og áætlaði áhöfnin að koma hingað til lands síðar í mánuðinum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson var næst vettvangi og var það þegar sent á staðinn auk varðskipsins Þórs. Þá var áhöfn á flugvél Isavia kölluð út til þess að fljúga á vettvang auk flugvélar frá danska flughernum sem staðsett í Syðri Straumfirði á Grænlandi. Þá óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð bandarísku strandgæslunnar til þess að hafa uppi á eigendum skútunnar. Það var svo á ellefta tímanum í morgun sem áhöfn flugvélar Isavia kom auga á skútuna. „Við sáum fljótlega skútuna og það var greinilega brotið mastrið. Það lá niðri og þeir óskuðu eftir að fá að yfirgefa hana sem fyrst. Það var töluvert mikill sjór þarna. Þannig að það var dálítil alda og brot. Við sáum þá um borð í göllum en þeir ætluðu svo í gúmmíbát,“ segir Sigurbjörn Guðbjörnsson, flugstjóri hjá Isavia. Rannsóknarskipið bjargaði mönnunum úr björgunarbát og siglir nú á móts við varðskipið Þór sem tekur við áhöfninni og siglir með hana til Íslands en þeir reyndust lítið eða ekkert slasaðir. Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í þetta verkefni þar sem hún er stödd í eftirlitsverkefnum á vegum Nordex á Sikileyjum. „Þetta er ekki ákjósanlegt og við söknuðum vélarinnar í morgun,“ segir Ásgrímur Lárus.
Tengdar fréttir Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Landhelgisgæslan svarar neyðarkalli frá bandarískri skútu Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust boð úr neyðarsendi bandarískrar skútu í nótt. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er rétt ókomið á staðinn og þá er varðskipið Þór einnig á leiðinni. 26. júlí 2017 08:00