Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, undirrituðu viljayfirlýsinguna. Mynd/Fjallabyggð Arnarlax og Fjallabyggð hafa gefið út sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf um undirbúning og könnun á forsendum þess að að setja upp starfsstöð í Ólafsfirði fyrir laxeldi fyrirtækisins í Eyjafirði. Er þar um að ræða bæði hafnaraðstöðu og eins aðstöðu í landi undir starfsemi Arnarlax hf. í Eyjafirði. „Ef nauðsynleg leyfi fást til að hefja laxeldi í utanverðum Eyjafirði mun það hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og bæta lífsgæði íbúa svæðisins með beinum og óbeinum hætti. Verði af fyrirhuguðum áformum er ljóst að það mun skapa tugi starfa í Ólafsfirði og nágrenni,“ segir í yfirlýsingunni. Áform Arnarlax eru um árlega framleiðslu á tíu þúsund tonnum af laxi í utanverðum Eyjafirði. Fyrirtækið keypti Fjarðalax í fyrra en það fyrirtæki hafði í árslok 2014 kynnt áform um framkvæmdir innarlega í firðinum. Fram kemur í yfirlýsingunni að sú fyrirætlun sé endurskoðuð til að „að skapa sátt til framtíðar um uppbyggingu á sjálfbæru laxeldi í Eyjafirði“. Markmiðið sé jafnvægi milli umhverfislegra, efnahagslegra og samfélagslegra aðstæðna á svæðinu. Arnarlax er þannig sagt vera að skoða umhverfisaðstæður við Ólafsfjörð í Eyjafirði í samstarfi við Fjallabyggð. „Sérstaklega verða skoðaðar hugmyndir um að færa eldisstaði norðar í Eyjafjörð þar sem útlit er fyrir mjög jákvæðar umhverfislegar aðstæður til framtíðaruppbyggingar og þróunar laxeldis á svæðinu.“ Uppbygging sem Arnarlax þarf er hafnaraðstaða fyrir vinnubáta, aðstaða fyrir biðkvíar og brunnbát, húsnæði fyrir fóður og ýmsan eldisbúnað, auk sláturhúss og vinnslu. Um 130 manns eru sagðir starfa hjá Arnarlaxi í seiðaeldisstöðvum, sjóeldi, vinnslu, sölu, markaðsmálum og yfirstjórn. Að auki tengist tugir annarra starfa þjónustu við Arnarlax með beinum eða óbeinum hætti. „Störf í fiskeldi henta bæði konum og körlum með fjölbreytta menntun,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, og Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Fjarðalax. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Arnarlax og Fjallabyggð hafa gefið út sameiginlega viljayfirlýsingu um samstarf um undirbúning og könnun á forsendum þess að að setja upp starfsstöð í Ólafsfirði fyrir laxeldi fyrirtækisins í Eyjafirði. Er þar um að ræða bæði hafnaraðstöðu og eins aðstöðu í landi undir starfsemi Arnarlax hf. í Eyjafirði. „Ef nauðsynleg leyfi fást til að hefja laxeldi í utanverðum Eyjafirði mun það hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og bæta lífsgæði íbúa svæðisins með beinum og óbeinum hætti. Verði af fyrirhuguðum áformum er ljóst að það mun skapa tugi starfa í Ólafsfirði og nágrenni,“ segir í yfirlýsingunni. Áform Arnarlax eru um árlega framleiðslu á tíu þúsund tonnum af laxi í utanverðum Eyjafirði. Fyrirtækið keypti Fjarðalax í fyrra en það fyrirtæki hafði í árslok 2014 kynnt áform um framkvæmdir innarlega í firðinum. Fram kemur í yfirlýsingunni að sú fyrirætlun sé endurskoðuð til að „að skapa sátt til framtíðar um uppbyggingu á sjálfbæru laxeldi í Eyjafirði“. Markmiðið sé jafnvægi milli umhverfislegra, efnahagslegra og samfélagslegra aðstæðna á svæðinu. Arnarlax er þannig sagt vera að skoða umhverfisaðstæður við Ólafsfjörð í Eyjafirði í samstarfi við Fjallabyggð. „Sérstaklega verða skoðaðar hugmyndir um að færa eldisstaði norðar í Eyjafjörð þar sem útlit er fyrir mjög jákvæðar umhverfislegar aðstæður til framtíðaruppbyggingar og þróunar laxeldis á svæðinu.“ Uppbygging sem Arnarlax þarf er hafnaraðstaða fyrir vinnubáta, aðstaða fyrir biðkvíar og brunnbát, húsnæði fyrir fóður og ýmsan eldisbúnað, auk sláturhúss og vinnslu. Um 130 manns eru sagðir starfa hjá Arnarlaxi í seiðaeldisstöðvum, sjóeldi, vinnslu, sölu, markaðsmálum og yfirstjórn. Að auki tengist tugir annarra starfa þjónustu við Arnarlax með beinum eða óbeinum hætti. „Störf í fiskeldi henta bæði konum og körlum með fjölbreytta menntun,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, og Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Fjarðalax.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira