Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýnin á nýja auglýsingu ÁTVR. vísir/stefán Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30