Ferðaþjónustan á Íslandi: Efnaðir kaupi ekki „eitthvað drasl á okurverði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 13:26 „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða.“ Vísir/GVA Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira