Nýi vagninn á göturnar á næstu dögum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:30 Lena Margrét segist vera í skýjunum með sigurinn. Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44
Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00
Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01