Nýi vagninn á göturnar á næstu dögum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:30 Lena Margrét segist vera í skýjunum með sigurinn. Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Femínistavagninn svokallaði sem bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni Strætó í gærkvöldi er væntanlegur á götur úti á næstu dögum, að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Vagninn mun skiptast á leiðum og því rúnta um allar götur bæjarins. Lena Margrét Aradóttir byggingarfræðingur er hönnuður vagnsins en hún segist í skýjunum með sigurinn. „Þetta var voðalega spontant allt saman. Vinnufélagar mínir fóru út í hádegismat en ég varð eftir í vinnunni og datt þetta þá í hug og byrjaði að vinna í þessu,“ segir hún í samtali við Vísi. Framan á vagninum stendur KÞBAVD sem er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ en um er að ræða ádeilu í jafnræðisumræðunni og varð til inni í Facebook-hóp sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „Ég setti mynd inn á þessa Facebook grúppu og bað fólk um að hjálpa mér við að finna fleiri frasa á vagninn. Svo sendi ég myndina inn í hönnunarkeppnina,“ segir Lena. Hún hafi þó aldrei búist við svo góðum viðbrögðum. „Þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum og ef ég hefði vitað að fólk myndi taka svona vel í þetta hefði ég eytt miklu meira púðri í þessa mynd. En núna er ég bara í sæluvímu yfir sigrinum.“ Stöð 2 hitti Lenu Margréti í gær, nokkrum klukkstundum áður en sigurinn varð vís, en mjótt var á munum á milli skátavagnsins og femínistavagnsins, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44 Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00 Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Strætó í standandi vandræðum með netleik sinn. 3. júlí 2017 10:44
Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. 3. júlí 2017 20:00
Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Úrslitin eru ljós í meistaraverks samkeppni Strætó. 4. júlí 2017 00:01