Félagsmálaráðherra vill einfalda bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:01 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu. Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu.
Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36