Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2017 14:36 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðibóta. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að horft sé til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, gegnir formennsku í nefndinni. „Í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum, óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Nefndinni er m.a. ætlað að greina hvar svokallaðar fátæktargildrur myndast. Skal nefndin meðal annars taka mið af ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2015 hvað þetta varðar, en einnig líta til nágrannalandanna. Hlutverk nefndarinnar er í samræmi við þetta að leggja fram tillögur eða sviðsmyndir um leiðir að þessum markmiðum, nauðsynlegar lagabreytingar sem og að meta kostnað þar um. Þá skal nefndin greina áhrif slíkra breytinga á mismunandi tekjuhópa með greiningu á raungögnum,“ segir í fréttinni. Nefndin er þannig skipuð:Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, formaðurHlynur Hallgrímsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsKarl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherraLísa Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisinsMargrét Björk Svavarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsNökkvi Bragason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsÓlafía B. Rafnsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherraRósa Guðrún Bergþórsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisinsÞorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherraStarfsmaður nefndarinnar er Linda Fanney Valgeirsdóttir. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðibóta. Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að horft sé til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, gegnir formennsku í nefndinni. „Í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum, óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Nefndinni er m.a. ætlað að greina hvar svokallaðar fátæktargildrur myndast. Skal nefndin meðal annars taka mið af ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2015 hvað þetta varðar, en einnig líta til nágrannalandanna. Hlutverk nefndarinnar er í samræmi við þetta að leggja fram tillögur eða sviðsmyndir um leiðir að þessum markmiðum, nauðsynlegar lagabreytingar sem og að meta kostnað þar um. Þá skal nefndin greina áhrif slíkra breytinga á mismunandi tekjuhópa með greiningu á raungögnum,“ segir í fréttinni. Nefndin er þannig skipuð:Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, formaðurHlynur Hallgrímsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsKarl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherraLísa Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisinsMargrét Björk Svavarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsNökkvi Bragason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisinsÓlafía B. Rafnsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherraRósa Guðrún Bergþórsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisinsÞorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherraStarfsmaður nefndarinnar er Linda Fanney Valgeirsdóttir.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira