Hvítir bílar eru aðalmálið núna Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 5. júlí 2017 16:45 Hvítir bílar þykja afar smart um þessar mundir. Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira