Elsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur tekur miklum breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 19:00 Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira