Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 12:44 Brjóstahaldararnir sóma sér vel á girðingunni undir Eyjafjöllum. Anna Fríða Jónsdóttir Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira