Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 12:44 Brjóstahaldararnir sóma sér vel á girðingunni undir Eyjafjöllum. Anna Fríða Jónsdóttir Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Á jörðinni Brekkukoti undir Eyjafjöllum hefur orðið til skemmtileg hefð en á girðingu, sem stendur á jörðinni, hanga brjóstahaldarar í röðum. Eigandi Brekkukots segir það orðna hálfgerða skyldu að þeir sem heimsæki jörðina skilji eftir brjóstahaldara á girðingunni.Lilja Georgsdóttir segir fyrsta brjóstahaldarann hafa verið hengdan á girðinguna fyrir um fimm árum síðan.Lilja GeorgsdóttirLilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir Lilja að fyrsti brjóstahaldarinn hafi verið hengdur á girðinguna fyrir um fimm árum síðan. Þórhallur kom hefðinni á í samráði við Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumann á Suðurlandi. „Eina kvöldsund sat maðurinn minn með sýslumanninum, frú Önnu Birnu Þráinsdóttur, og þeim datt þetta snilldarráð í hug og svo hefur verið að bætast á girðinguna í gegnum tíðina,“ segir Lilja. „Þetta var bara hugsað fyrir skemmtilegheitin. Í staðinn fyrir að hengja sokka á girðinguna, eins og maður hefur séð, var ákveðið að velja brjóstahaldarana.“Sjálf orðin haldaralaus Anna Fríða Jónsdóttir vakti athygli á brjóstahöldurunum þegar hún birti mynd af þeim í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook nú í vikunni. Þar fóru af stað líflegar umræður um tilurð haldaranna. Einhver gerði því skóna að haldararnir væru að evrópskri fyrirmynd og konur í ástarbríma hengdu þær á girðinguna líkt og ástfangin pör hengja lása á brýr í París. Lilja segir eigendur brjóstahaldarana þó yfirleitt vera ferðalanga sem eiga leið hjá Brekkukoti. „Það er yfirleitt þannig að þeir sem keyra fram hjá, þeim finnst þetta sniðugt og vilja kannski skilja einn eftir. Svo er ég sjálf náttúrulega orðin haldaralaus, það fara allir haldararnir þarna á,“ segir Lilja í gamansömum tón. Þau hjónin standa um þessar mundir í viðgerðum á gamalli skipsbrú sem stendur á jörðinni og Lilja segir heimsóknir ferðamanna á svæðinu tíðar. „Við höfum svona verið að djóka með að þeir sem koma þarna og taka myndir, það sé skylda fyrir þá að skilja eftir haldara. En það eru misjafnar undirtektir,“ segir Lilja.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira