Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu að mati hæfisnefndar út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50