Breyttar neysluvenjur ferðamanna bitni á landsbyggðinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 12:53 Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14