Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2017 07:00 HB Grandi ætlar að hætta með botnfiskvinnslu á Akranesi. vísir/anton brink Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Um fjórir af hverjum tíu starfsmönnum HB Granda á Akranesi hafa sótt um áframhaldandi störf hjá fyrirtækinu. Það liggur fyrir um miðjan júlí hve margir fá vinnu. Formaður verkalýðsfélagsins er svartsýnn á að vinnu sé að hafa fyrir stóran hluta hópsins.Vilhjálmur Birgisson„Síðast þegar ég vissi voru 36 búnir að sækja um áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu. Ég held að langstærstur hluti hafi sótt um starf á Akranesi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Upplýsingar hans eru frá miðri liðinni viku og því ekki útilokað að bæst hafi í hópinn. Forsvarsmenn HB Granda tilkynntu í mars að fyrirtækið ætlaði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 starfsmönnum. Þeim stóð til boða að sækja um í uppsjávarvinnslu eða fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á staðnum. Þá stendur til boða að starfa hjá dótturfélögunum Norðanfiski og Vigni G. Jónssyni á Akranesi. „Mér heyrist á flestum að þeir hafi í hyggju að sækja um þar. Það liggur ekki fyrir hvort þar verði störf að fá. Samkvæmt mínum upplýsingum verða það örfá störf,“ segir Vilhjálmur. „Ég óttast að 1. september verðum við með sextíu til áttatíu manns án atvinnu.“ Starfsfólk sem sagt var upp hefur fram að mánaðamótum til að gera upp hug sinn. Um miðjan júlí á svo að liggja fyrir hve margir fá áframhaldandi starf hjá HB Granda eða dótturfélögum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, vildi ekki staðfesta hve margar umsóknir hefðu borist. Lítið sé hægt að segja um stöðuna fyrr en að liðnum frestinum, þann1. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. 13. maí 2017 07:00
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32