Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Snærós Sindradóttir skrifar 20. júní 2017 07:00 Stefna lögreglunnar er að almennir lögreglumenn komi aldrei til með að þurfa að bera skotvopn dagsdaglega. Aginn er mikill sem og þjálfun lögreglumanna, en enginn vill vera fyrstur til að hleypa af. vísir/eyþór „Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45
Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51