Drengur með hvítblæði ítrekað sendur heim og ranglega greindur með flensueinkenni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2017 19:32 Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum. Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira