Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 18:34 Lungnakrabbamein er það krabbamein sem leggur flesta að velli á Íslandi Vísir/Getty Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas. Vísindi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas.
Vísindi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira