Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem liklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísir/Auðunn Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fornleifauppgröftur við Dysnes norðan Akureyrar hefur borið árangur. Á skömmum tíma hafa fræðingar komið niður á kuml sem líklegt er talið að sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. „Við höfum nú fundið mannabein og tönn úr hundi. Algengasta haugféð frá þessum tíma voru hestar en það er einnig vitað af því að hundar hafi verið grafnir með eigendum sínum. Það er erfitt að tímasetja nákvæmlega frá hvaða tíma þetta kuml er því gjóskulög er ekki að finna hér,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. „Það er þannig að ef við finnum eitt kuml er líklegt að fleiri séu á staðnum. Við höfum séð það í gegnum tíðina,“ segir Hildur en örnefnið gefur tilefni til þess að fjöldi kumla sé á staðnum. „Örnefni eru oft þannig að þau gefa vísbendingar um hvað hafi farið fram. Smiðjuhóll er til dæmis merki þess að smiðja hafi verið starfrækt og svo framvegis. Að öðru leyti eru ekki til miklar heimildir,“ bætir Hildur við. Á næstu dögum munu rannsóknaraðilar opna stærra svæði til að gera sér betur grein fyrir fjölda kumla. Dysnesið sjálft er ekki mjög stórt og því verður stór hluti þess kannaður frekar. Nokkur hundruð metrum sunnan við Dysnes er Gáseyri sem á víkingaöld var mikil verslunarhöfn. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem þetta er ekki til á norðanverðu landinu og á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa 20 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira