Innlent

Einn grunuðu yfirheyrður í morðmálinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni.
Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. Vísir/Ristjórn
Lítið var um yfirheyrslur um helgina yfir þeim sex sem grunuð eru um að tengjast láti Arnars Jónssonar Aspar.

Sex voru handtekin eftir líkamsárás á Æsustöðum í Mosfellssveit á miðvikudag í liðinni viku. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt það kvöld en lítið hefur verið um þær síðan þá.

„Við yfirheyrðum aðeins einn í fyrradag og engan í gær. Við vorum upptekin í öðrum verkum,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Ekki fæst uppgefið hver var yfirheyrður.

Grímur segir enn fremur að ekki liggi fyrir hvert dánarmein Arnars var en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. Það verður líklega á næstu dögum. 


Tengdar fréttir

Reyndu að samræma framburð

Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrslur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×