Hörmungarástand á íslensku sumargotssíldinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2017 20:12 Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks fyrir næsta fiskveiðiár og tuttugu prósenta aukningu í ýsu. Hins vegar leggur stofnunin til stórfellda lækkun á heimildum til síldveiða, eða um 38 prósent. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun segir ástand flestra fiskstofna við Ísland gott en stofnunin leggur til að heimilt verði að veiða 257.572 tonn af þorski sem er sex prósenta aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári.Þannig að þorskurinn er að braggast?„Já það má segja það. Allar vísbendingar benda til þess. Þó svo að árgangurinn sem við sáum í vorrallinu bendi til að 2016 árgangurinn sé lélegur. Þá eru tveir árgangar sem eru tiltölulega stórir, meðalárgangar að koma inn í stofninn á næstu tveimur árum,“ segir Guðmundur. Þá er ýsustofninn á uppleið eftir slæma afkomu undanfarin ár og leggur Hafrannsóknarstofnun til að veidd verði 41.390 tonn af ýsu sem er auking upp á 20 prósent. „Það hefur þá tekist að byggja upp ýsuna vegna þess að það er ekki langt síðan að hún var ekki í góðu standi? Það er rétt. Við teljum núna að botninum sé náð í ýsunni. Og núna sé tveir árgangar við meðallag að koma inn. Þannig að botninum sé náð þannig ýsustofninn fer stækkandi á næstu árum,“ segir Guðmundur. Stofnunin ráðleggur að veidd verði 60.237 tonn af ufsa sem er tíu prósenta aukning. Hins vegar leggur Hafró til að dregið verði úr veiðum á gullkarfa upp á fjögur prósent, heildarafli grálúðu verði óbreyttur í 24 þúsund tonnum en dregið verði úr veiðum á íslensku sumargotssíldinni um 38 prósent.En svo er ansi slæmt ástandið á síldinni?„Það er rétt. Það sem er vandamálið í síldinni er fyrst og fremst sýking. Frumdýrasýking sem er að blossa upp aftur og af þessu höfum við vissulega þungar áhyggjur,“ segir Guðmundur Þórðarson.Ráðgjöfin í heild: hafogvatn.is/radgjof Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun leggur til sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks fyrir næsta fiskveiðiár og tuttugu prósenta aukningu í ýsu. Hins vegar leggur stofnunin til stórfellda lækkun á heimildum til síldveiða, eða um 38 prósent. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun segir ástand flestra fiskstofna við Ísland gott en stofnunin leggur til að heimilt verði að veiða 257.572 tonn af þorski sem er sex prósenta aukning frá yfirstandandi fiskveiðiári.Þannig að þorskurinn er að braggast?„Já það má segja það. Allar vísbendingar benda til þess. Þó svo að árgangurinn sem við sáum í vorrallinu bendi til að 2016 árgangurinn sé lélegur. Þá eru tveir árgangar sem eru tiltölulega stórir, meðalárgangar að koma inn í stofninn á næstu tveimur árum,“ segir Guðmundur. Þá er ýsustofninn á uppleið eftir slæma afkomu undanfarin ár og leggur Hafrannsóknarstofnun til að veidd verði 41.390 tonn af ýsu sem er auking upp á 20 prósent. „Það hefur þá tekist að byggja upp ýsuna vegna þess að það er ekki langt síðan að hún var ekki í góðu standi? Það er rétt. Við teljum núna að botninum sé náð í ýsunni. Og núna sé tveir árgangar við meðallag að koma inn. Þannig að botninum sé náð þannig ýsustofninn fer stækkandi á næstu árum,“ segir Guðmundur. Stofnunin ráðleggur að veidd verði 60.237 tonn af ufsa sem er tíu prósenta aukning. Hins vegar leggur Hafró til að dregið verði úr veiðum á gullkarfa upp á fjögur prósent, heildarafli grálúðu verði óbreyttur í 24 þúsund tonnum en dregið verði úr veiðum á íslensku sumargotssíldinni um 38 prósent.En svo er ansi slæmt ástandið á síldinni?„Það er rétt. Það sem er vandamálið í síldinni er fyrst og fremst sýking. Frumdýrasýking sem er að blossa upp aftur og af þessu höfum við vissulega þungar áhyggjur,“ segir Guðmundur Þórðarson.Ráðgjöfin í heild: hafogvatn.is/radgjof
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira