Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Skotvopn lögreglunnar verða sýnilegri í sumar en við höfum átt að venjast hingað til. vísir/eyþór Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira