Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Ástráður Haraldsson. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu dómsmálaráðherra þegar ákveðið var að fara á svig við tillögu dómnefndar um hæfi dómara í Landsrétt og velja þess í stað fjóra úr hópi þeirra sem síður þóttu hæfir. Jóhannes Rúnar var metinn tólfti hæfastur af dómnefndinni en var einn fjögurra í tillögunni sem ekki var í endanlegri tillögu dómsmálaráðherra. Áður hafði Ástráður Haraldsson, sem dómnefnd mat fjórtánda hæfastan, stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslunnar. Þingfesting var í málinu í gær en það hefur hlotið flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var ákveðið að íslenska ríkið hefði frest til 3. júlí til að skila inn greinargerð vegna stefnunnar. Héraðsdómari í málinu er Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem nýverið lauk störfum sem formaður og eini nefndarmaður rannsóknarnefndar Alþingis í rannsókninni á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ástráður og Jóhannes Rúnar eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes Karl sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umsögn um ákvörðun dómsmálaráðherra þar sem hann var harðlega gagnrýndur. Þá sagði hann í umsögninni að í uppsiglingu væri hneyksli sem kæmi til með að skapa ríkinu bótaábyrgð.Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Jóhannes Rúnar segist í samtali við Fréttablaðið sömuleiðis hafa óskað eftir flýtimeðferð. Ekki sé búið að ákveða hvort stefnur lögmannanna verði ef til vill sameinaðar í eitt mál. „Þetta var alls ekki erfið ákvörðun. Hún hefur legið fyrir í lengri tíma en það er ágætt að segja frá henni núna,“ segir hann. Í tilkynningu Jóhannesar vegna málshöfðunarinnar segir meðal annars: „Það er valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald með þeim hætti að ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir, eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu dómsmálaráðherra þegar ákveðið var að fara á svig við tillögu dómnefndar um hæfi dómara í Landsrétt og velja þess í stað fjóra úr hópi þeirra sem síður þóttu hæfir. Jóhannes Rúnar var metinn tólfti hæfastur af dómnefndinni en var einn fjögurra í tillögunni sem ekki var í endanlegri tillögu dómsmálaráðherra. Áður hafði Ástráður Haraldsson, sem dómnefnd mat fjórtánda hæfastan, stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslunnar. Þingfesting var í málinu í gær en það hefur hlotið flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var ákveðið að íslenska ríkið hefði frest til 3. júlí til að skila inn greinargerð vegna stefnunnar. Héraðsdómari í málinu er Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem nýverið lauk störfum sem formaður og eini nefndarmaður rannsóknarnefndar Alþingis í rannsókninni á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ástráður og Jóhannes Rúnar eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes Karl sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umsögn um ákvörðun dómsmálaráðherra þar sem hann var harðlega gagnrýndur. Þá sagði hann í umsögninni að í uppsiglingu væri hneyksli sem kæmi til með að skapa ríkinu bótaábyrgð.Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Jóhannes Rúnar segist í samtali við Fréttablaðið sömuleiðis hafa óskað eftir flýtimeðferð. Ekki sé búið að ákveða hvort stefnur lögmannanna verði ef til vill sameinaðar í eitt mál. „Þetta var alls ekki erfið ákvörðun. Hún hefur legið fyrir í lengri tíma en það er ágætt að segja frá henni núna,“ segir hann. Í tilkynningu Jóhannesar vegna málshöfðunarinnar segir meðal annars: „Það er valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald með þeim hætti að ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir, eða óvild, ráða ákvörðun þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33