Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Gula byssan sést hér í aðgerðum sérsveitarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Byssan getur stöðvað hættulegan einstakling í 45 metra fjarlægð með nokkurri nákvæmni og hefur henni einu sinni verið beitt. Mynd/aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira