Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:45 Það kennir ýmissa grasa á Facebook. Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira