Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:45 Það kennir ýmissa grasa á Facebook. Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta.Íslenskar samsæriskenningarrúmlega 2.000 meðlimirEins og nafn hópsins gefur til kynna varpa meðlimir hinum ýmsu samsæriskenningum fram og reyna að komast til botns í dularfullum málum.Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð80.000 meðlimirÞetta hlýtur að vera einn öflugasti íslenski Facebook-hópurinn um þessar mundir en í honum ræðir fólk vöruúrvalið í Costco og gerir verðsamanburð. Í þessari grúppu gilda stífar reglur og stjórnendur hópsins hika ekki við að ritskoða og henda út þeim innleggjum sem þykja ekki passa inn í hópinn.Kúrufélaga grúppan8.000 meðlimirÞessi hópur er fyrir alla þá sem hafa óbilandi áhuga á kúri og vilja kynnast nýju fólki til að kúra með. Þessi hópur hefur ratað nokkrum sinnum í fréttirnar enda er um ansi áhugaverðan hóp að ræða. Í þennan hóp er 18 ára aldurstakmark.Iceland vapes3.600 meðlimirÞennan hóp skipar fólk sem notar rafrettur eða hefur áhuga á þeim. Í hópnum er allt sem við kemur rafrettureykingum tekið fyrir og svo skipuleggja meðlimir meira að segja hittinga. 18 ára aldurstakmark er í þennan hóp.Hamstrartæplega 1.000 meðlimirEr ekki endalaust hægt að ræða um hamstra og allt sem tengist þeim?Naggrísirrúmlega 1.000 meðlimir Alveg eins og með hamstrana, þá eru örugglega engin takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að ræða um naggrísi og málefni þeirra.Verst lagði bílinn9.000 meðlimirHérna eru þeir sem leggja illa settir í skammarkrókinn. Meðlimir hópsins birta myndir af illa lögðum bílum og ræða svo sín á milli hvað betur hefði mátt fara. Meðlimir eru beðnir um að nafngreina ekki ökumennina né birta myndir af þeim.Notuð matar- og bollastell18.000 meðlimir Það er alveg ljóst að stór hluti landsmanna hefur mikinn áhuga á notuðum matar- og bollastellum því um 18.000 meðlimir eru í þessum hóp. Í hópnum er hægt að óska eftir og selja notuð matarstell og annan borðbúnað.Ég ann chili500 meðlimirHérna eru þeir sem kunna vel að meta sterkan mat í essinu sínu. Hér eru umræður um hinar ýmsu chili-sósur á pallborðinu og í raun er allt sem við kemur sterkum mat og chilipipar gjaldgengt.Algjörlega óáhugaverðar götuheitaupplýsingartæplega 400 meðlimir Í þessum hóp deilir fólk misáhugaverðum staðreyndum um götuheiti og sögum um götur heimsins.Sögur af dónalegum viðskiptavinumrúmlega 2.000 meðlimirHérna getur afgreiðslufólk deilt sögum af ókurteisum viðskiptavinum og í lýsingu á síðu hópsins segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“ Það er eins gott að koma vel fram við náungann.Súrdeigiðtæplega 2.000 meðlimir Þessi hópur er fyrir fólk sem hefur súrdeig sem áhugamál. Hópurinn er vettvangur til að deila uppskriftum og upplýsingum um súrdeig og svo geta meðlimir líka montað sig af vel heppnuðum súdeigsbakstri.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira