Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 12:39 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira