Hótuðu farþegunum með lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 17:15 Merki spænska flugfélagsins Vueling. Vísir/EPA Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Áhöfn flugvélar spænska flugfélagsins Vueling hótaði tveimur konum, annarri óléttri og hinni með ungbarn, með lögreglu þegar þær vildu fara úr vélinni í Edinborg í nótt, að sögn eins farþeganna. Vélin var að koma frá Barcelona en hafði verið snúið við frá Keflavík vegna skyggnis. Henni verður jafnvel flogið aftur til Barcelona. Eins og fram kom í frétt Vísis í morgun hætti flugstjóri vélarinnar við að lenda í Keflavík þegar skyggni spilltist þar í um klukkustund í kringum miðnætti. Hann sneri vélinni því við og flaug á varaflugvöll í Edinborg. Þar áttu farþegar ekki að fá að fara út heldur ætlaði flugstjórinn að fljúga vélinni aftur til Barcelona. Það var aðeins fyrir mótmæli farþega um borð sem þeim var hleypt út úr vélinni og inn á flugstöðina.Sjá einnig:Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg Agnes Linnet, sem var að ferðast með nítján manna fjölskyldu, þar af sex börnum, segir að tveimur konum sem vildu komast úr vélinni hafi verið hótað með lögreglu. „Fólk sem reyndi að fara frá borði var hótað með lögreglu. Það var sagt í hátalarakerfinu að ef þú vildir fara frá borði yrði það í fylgd lögreglu vegna þess að við erum ekki innan Schengen [svæðisins]. Þetta voru annars vegar bandarísk kona með nýfætt barn og hins vegar ólétt kona,“ segir Agnes.Upplýsingagjöfin mjög slæm Annar farþegi vélarinnar, Elva Björk Ágústsdóttir, lýsti upplausnarástandi á flugvellinum í Edinborg í viðtali við Vísi í morgun. Eftir að í flugstöðina var komið hafi hún og fjöldi annarra farþega ekki vitað hvar áhöfn vélarinnar væri eða hvort vélin sjálf væri farin. Hennar fjölskylda keypti því miða með Wow air til Íslands í hádeginu. Agnes segir lýsingu Elvu Bjarkar geta vel staðist þar sem upplýsingagjöf flugfélagsins hafi verið mjög slæm. Hún viti að margir hafi keypt sér flug með Wow air frá Edinborg og aðrir með Icelandair frá Glasgow. Hennar fjölskylda hafi ekki treyst sér til þess. Þegar farþegarnir hafi komið úr vélinni hafi þeim verið sagt að þeir fengju upplýsingar klukkustund síðar. Að þeim tíma liðnu kom starfsmaður og reynt var að útvega hótelgistingu fyrir farþega og hafa samband við Vueling um vélina. Hún segist hafa reynt ásamt öðrum farþegum að ræða við flugstjóra vélarinnar en hann hafi á endanum skellt hurðinni framan í þau. Þau hafi þurft að treysta á spænskumælandi farþega þar sem upplýsingarnar á spænsku hafi verið betri. „Þannig að það getur vel verið að farþegarnir hafi ekki vitað að flugvélin myndi fara aftur. Við treystum í rauninni bara á réttinn að þeim ber skylda til að koma okkur á áfangastað,“ segir Agnes.Vita enn ekki hvernig þau komast heim Farþegarnir hafa fengið misvísandi upplýsingar um heimförina. Agnes segir að þeim hafi ýmist verið sagt að þeir fljúgi heim kl. 18:20, að þeir fljúgi aftur til Barcelona áður en þeir komist heim til Íslands og að þeir fljúgi kl. 20:20. „Við vitum að það á að sækja okkur á hótelið kl. 17:30. Það er bókstaflega að fara upp á flugvöll og vona það besta. Við erum að ferðast með sex börn þannig að það er enginn sem vill fara til Barcelona,“ segir Agnes.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira