Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 10:08 Ráðherrar í ríkisstjórninni. Vísir/Eyþór Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað á milli kannanna MMR og mælist nú 31,4 prósent, 0,4 prósentustigum hærra en í síðustu könnun MMR. Mikið hefur mætt á stjórnarflokkunum að undanförnu, ekki síst í tengslum við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem hefur verið harðlega gagnrýnt af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Þá hefur nokkur styr staðið um tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Viðreisn bætir við sig 0,5 prósentustigum og mælist með 5,5 prósent fylgi nú. Björt framtíð bætir við sig 0,2 prósentustigum og mælist með 3,4 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 21,4 prósent. Það er tveggja prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 23,4 prósent. Fylgi Pírata mældist 14,1 prósent og er það hækkun um 1,3 prósentustig frá síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,2 prósent fylgi en mældist 11,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 3,2 prósent sem er það sama og í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mælist 5,4 prósent samanlagt. Könnunin var framkvæmd dagana 11-16.maí. Svarfjöldi var 943 einstaklingar, 18 ára og eldri. Alþingi Tengdar fréttir Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað á milli kannanna MMR og mælist nú 31,4 prósent, 0,4 prósentustigum hærra en í síðustu könnun MMR. Mikið hefur mætt á stjórnarflokkunum að undanförnu, ekki síst í tengslum við fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem hefur verið harðlega gagnrýnt af hagsmunaaðilum innan ferðaþjónustunnar. Þá hefur nokkur styr staðið um tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. Í tillögu dómsmálaráðherra eru fjórir einstaklingar sem hæfnisnefnd mat ekki á meðal þeirra fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Viðreisn bætir við sig 0,5 prósentustigum og mælist með 5,5 prósent fylgi nú. Björt framtíð bætir við sig 0,2 prósentustigum og mælist með 3,4 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 21,4 prósent. Það er tveggja prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 23,4 prósent. Fylgi Pírata mældist 14,1 prósent og er það hækkun um 1,3 prósentustig frá síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist með 12,2 prósent fylgi en mældist 11,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 3,2 prósent sem er það sama og í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mælist 5,4 prósent samanlagt. Könnunin var framkvæmd dagana 11-16.maí. Svarfjöldi var 943 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Alþingi Tengdar fréttir Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. 31. maí 2017 14:51
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Unnið að reglugerð um fylgdarlaus börn Dómsmálaráðuneytið vinnur að reglugerð er varðar fylgdarlaus börn sem koma hingað til lands. 31. maí 2017 13:30