Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 14:51 Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélagsins sem fer hörðum orðum í áliti sínu um tillögu dómsmálaráðherra. Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59