Ráðleggur stjórnvöldum að stöðva leyfisveitingar til sjókvíalaxeldis Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2017 12:23 Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Vísir/pjetur Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum við Íslandsstrendur hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Erfðanefnd landbúnaðarins er opinber nefnd sem annast samráð innanlands um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og stuðlar að kynningu og fræðslu til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Erfðanefndin hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskra laxastofna vegna mögulegra áhrif laxeldis í sjókvíum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýju áliti nefndarinnar sem birtist á heimasíðu hennar. Þar segir að með hliðsjón af þekkingu á áhrifum eldislaxa á villta laxastofna og varúðarreglu náttúruverndarlaga leggist nefndin gegn notkun á frjóum, norskum eldislaxi í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Nefndin telur að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna með ófyrirséðum afleiðingum. Þessi stefna samrýmist jafnframt ekki markmiðum laga um fiskeldi, laga um náttúruvernd og samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Nefndin ráðleggur stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er frekari útgáfa leyfa til eldis á frjóum laxi af erlendum uppruna í sjókvíum óforsvaranleg miðað við stöðu leyfisveitinga og skorti á upplýsingum um áhrif eldisins á villta laxastofna í íslenskum ám. Segir álitið afdráttarlaust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að álit nefndarinnar sé afdráttarlaust. „Það er nú að störfum starfhópur um stefnumótun í fiskeldi sem skilar í sumar. Hún byggir meðal annars , að því er ég best veit, niðurstöðu sína á áhættumati meðal annars frá Hafró. Við bíðum einfaldlega eftir þeirri niðurstöðu. En mér sýnist þessi niðurstaða erfðanefndarinnar vera mjög skýr,“ segir Þorgerður og bætir við að nefndin virðist einnig gera ríkar kröfur til greinarinnar. Þorgerður Katrín sagði í viðtali við fréttastofuna hinn 4. apríl síðastliðinn að hún vildi hægja á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur ráðherra væri að störfum. Matvælastofnun gefur leyfin út. Stofnunin sem er sjálfstæð að lögum brást í raun og veru ekki við afstöðu ráðherrans og lauk vinnu við útgáfu þeirra leyfa sem voru þegar í umsóknarferli. „Ég veit einfaldlega að MAST er að vanda sig í sínum verkum og í sinni stjórnsýslu og hefur fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar hún tekur afstöðu. Það á hún að gera,“ segir Þorgerður Katrín, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Erfðanefnd landbúnaðarins telur að áætlanir um stóraukið laxeldi í sjókvíum hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggur stöðvun á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifunum. Laxeldi í sjókvíum er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum við Íslandsstrendur hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Erfðanefnd landbúnaðarins er opinber nefnd sem annast samráð innanlands um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og stuðlar að kynningu og fræðslu til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Erfðanefndin hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskra laxastofna vegna mögulegra áhrif laxeldis í sjókvíum af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýju áliti nefndarinnar sem birtist á heimasíðu hennar. Þar segir að með hliðsjón af þekkingu á áhrifum eldislaxa á villta laxastofna og varúðarreglu náttúruverndarlaga leggist nefndin gegn notkun á frjóum, norskum eldislaxi í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Nefndin telur að eldi á frjóum laxi í sjókvíum geti valdið óafturkræfum breytingum á erfðasamsetningu íslenskra laxastofna með ófyrirséðum afleiðingum. Þessi stefna samrýmist jafnframt ekki markmiðum laga um fiskeldi, laga um náttúruvernd og samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Nefndin ráðleggur stjórnvöldum að stöðva útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum þar til nánari þekkingar hefur verið aflað á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er frekari útgáfa leyfa til eldis á frjóum laxi af erlendum uppruna í sjókvíum óforsvaranleg miðað við stöðu leyfisveitinga og skorti á upplýsingum um áhrif eldisins á villta laxastofna í íslenskum ám. Segir álitið afdráttarlaust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að álit nefndarinnar sé afdráttarlaust. „Það er nú að störfum starfhópur um stefnumótun í fiskeldi sem skilar í sumar. Hún byggir meðal annars , að því er ég best veit, niðurstöðu sína á áhættumati meðal annars frá Hafró. Við bíðum einfaldlega eftir þeirri niðurstöðu. En mér sýnist þessi niðurstaða erfðanefndarinnar vera mjög skýr,“ segir Þorgerður og bætir við að nefndin virðist einnig gera ríkar kröfur til greinarinnar. Þorgerður Katrín sagði í viðtali við fréttastofuna hinn 4. apríl síðastliðinn að hún vildi hægja á útgáfu leyfa til laxeldis í sjókvíum á meðan starfshópur ráðherra væri að störfum. Matvælastofnun gefur leyfin út. Stofnunin sem er sjálfstæð að lögum brást í raun og veru ekki við afstöðu ráðherrans og lauk vinnu við útgáfu þeirra leyfa sem voru þegar í umsóknarferli. „Ég veit einfaldlega að MAST er að vanda sig í sínum verkum og í sinni stjórnsýslu og hefur fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar hún tekur afstöðu. Það á hún að gera,“ segir Þorgerður Katrín, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Tengdar fréttir Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00 Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. 4. apríl 2017 21:00
Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. 4. apríl 2017 19:15