Göturnar tæmdust eftir árásina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 19:45 Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Íslendingar sem búa í Lundúnum segja spennuþrungið andrúmsloft í borginni þrátt fyrir að lífið gangi sinn vanagang. Íslendingur sem var úti á lífinu í gær segir bæinn hafa tæmst eftir árásina. Sigríður Mogensen, hagfræðingur hjá Deutsche bank í London, segir ekkert annað í boði en að halda áfram að sinna daglegum verkefnum þrátt fyrir að ónotatilfinning hafi grafið um sig í kjölfar árásarinnar í London. „Ég vaknaði bara í morgun og fór með dóttur mína á róló eins og ég geri flesta morgna um helgar. Fólk er bara úti með börnin sín og lífið gengur sinn vanagang. Það er svolítið erfitt að festa hönd á það en maður finnur alveg að andrúmsloftið er svolítið skrýtið og fólk er að ræða þetta og allir að sjálfsögðu slegnir miklum óhug," segir Sigríður. Hún gerir ráð fyrir miklum viðbúnaði á leiðinni til vinnu á morgun enda er bankinn í miðborginni rétt hjá árásarstaðnum en öyggisgæsla hefur þegar aukin verulega á síðustu vikum. „Hún hefur verið gríðarlega mikil frá því að árásin átti sér stað í Manchester fyrir nokkrum vikum. Þegar ég mætti til vinnu daginn eftir það var leitað í töskunni minni og þarna var mjög hert öryggisgæsla, sem er nú vanalega mikil. Til dæmis voru tveir vopnaðir lögreglumenn fyrir utan og við þessar helstu samgönguæðar," segir Sigríður.Hjalti RögnvaldssonHjalti Rögnvaldsson er í mastersnámi í markaðsfræði í London en hann var með vinum sínum í keilu þegar árásin varð. „Það var alveg greinilegt hvaða áhrif þetta hafði á staðinn af því hann eiginlega tæmdist," segir Hjalti og vísar til þess að vanalega séu margir á ferð á þessum tíma. „Þetta er á laugardagskvöldi og fyrsta helgin eftir útborgun og það voru allir ótrúlega niðurdregnir." Hjalti var úti þar til um klukkan fjögur í nótt og segir hann að enginn hafi verið á ferli. Hann var ekki hræddur við að vera úti þar sem hann taldi víst að árásin væri yfirstaðin. Hann segir að fullt af fólki hafi verið mætt í bæinn í dag og telur ljóst að borgarbúar ætli ekki að láta þetta hafa áhrif á sig. „Það virðist vera að fólk ætli ekki að leyfa þessu að stýra lífi sínu og það er tilfinningin sem maður hefur haft í kjölfarið af öllum árásunum," segir Hjalti.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira