Innlent

Umfjöllun um skipan dómara framhaldið í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni.
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni.

Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt verður framhaldið í dag. Fundi nefndarinnar lauk á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst að nýju klukkan tíu í morgun.

Ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok, sem áætluð eru í dag. Minnihluti nefndarinnar telur vafa leika á því að tillaga Sigríðar Á. Andersen um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem dómsmálaráðherrann leggur til að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, verði skipaðir í embættið.

Nokkur fjöldi gesta kom fyrir nefndina í gær og kom Sigríður til að mynda tvisvar á fund nefndarinnar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, starfandi formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að nefndin muni leggja áherslu á að fara í gegnum allar hliðar málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×