Mestu gatnaframkvæmdir sögunnar í borginni í sumar Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 20:00 Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira