Mestu gatnaframkvæmdir sögunnar í borginni í sumar Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 20:00 Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Einar mestu gatnaframkvæmdir í Reykjavík frá því fyrir hrun fara fram í borginni í sumar með tilheyrandi röskun á umferð, Olíudreifingarfyrirtækjum er létt að ekki stendur til að loka hluta Geirsgötu sem hefði gert dreifingu frá Örfirisey mun erfiðari en nú er. Fréttir höfðu verið sagðar af því að hjáleið við Geirsgötu yrði lokað eftir nokkrar vikur. En það er ekki rétt. Hún verður opin alveg að mánaðamótunum Júní, júlí en þá verður lokið við að leggja Geirsgötuna beina leið að Lækjargötu yfir nýjan bílakjallara við Hafnartorgið. Bílakjallarinn á ná alla leið þaðan að bílakjallaranum í Hörpu. En nú á næstu dögum hefjast framkvæmdir í holunni fyrir framan hana þar sem Ístak mun steypa upp nýtt Marriott hótel og fyrir framan það reisa aðrir verktakar íbúðablokkir með þjónusturýmum á jarðhæð. Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra Olíudreifingar er létt að Geirsgötu verður ekki lokað um tíma þannig að beina hefði þurft fjölda eldsneytisflutningabíla á Hringbrautina. „Þar eru þrengsli. Hún er með nokkrum hringtorgum sem við sækjumst ekki eftir að vera í með svona stór tæki. Við sækjumst ekki eftir því. Eins og ég segi þá veljum við að fara Sæbrautina einmitt út frá öryggissjónarmiðum ekki síst. Vegna þess að þar er vítt til beggj handa ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Hörður. En við Miklubraut standa yfir miklar framkvæmdir. Þorsteinn Rúnar Hermannsson segir að þar sé verið að framlengja sér akreinar fyrir Strætó og leggja nýja göngu -og hjólastíga ásamt hávaðavörnum. „Þessum tímabundnu þrengingum sem eru hér á að vera lokið að fullu í ágúst. Við byrjum á að þrengja í vesturátt til að hafa vinnufrið þar. Svo verður þrengt í austurátt þegar fram er komið í júni,“ segir Þorsteinn Rúnar. Þá má búast við röskun á umferð víðar í borginni í sumar vegna gatnaframkvæmda. „Það er eitt stærsta framkvæmdaár sögunnar held ég að hægt sé að að segja í borginni. Það er verið að fara að leggja meira malbik en nokkurn tíma fyrr á götur borgarinnar. Þannig að það má alveg búast við að þetta verði tafsamt sumar hvað þetta varðar. En þetta er fylgifiskur þess að við erum að framkvæma mikið, við erum í flóknum verkefnum,“ segir Þorsteinn Rúnar Hermannsson.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira