Fótbolti

Hallgrímur og félagar með þriðja sigurinn í síðustu fjórum leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur og félagar hafa komið á óvart á tímabilinu.
Hallgrímur og félagar hafa komið á óvart á tímabilinu. vísir/getty
Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar Lyngby bar sigurorð af Nordsjælland, 2-1, í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þetta var þriðji sigur Lyngby í síðustu fjórum leikjum en liðið er komið upp í 3. sæti riðilsins. Það gefur sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Kim Ojo og David Boysen skoruðu mörk Lyngby sem var sterkari aðilinn í leiknum. Magnus Ingvartsen minnkaði muninn í 2-1 á lokamínútunni en nær komst Nordsjælland ekki.

Rúnar Alex Rúnarsson lék ekki með Nordsjælland vegna meiðsla. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Patrik Carlgren stóð í marki Nordsjælland í dag og fékk á sig tvö mörk.

Nordsjælland hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×