Alls 349 Íslendingar í 61 aflandsfélagi í skattagögnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:11 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin. Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin.
Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01
Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48