Fótbolti

Glódís og stöllur hennar komnar á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna.
Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna. mynd/eskilstuna united
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United skutust á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 0-3 útisigri á Limhamm Bunkeflo í dag.

Glódís lék allan leikinn í vörn Eskilstuna sem hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli.

Stalla Glódísar í vörn íslenska landsliðsins, Anna Björk Kristjánsdóttir, lék allan leikinn fyrir Limhamm Bunkeflo sem er í 9. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Vålerenga sem bar sigurorð af Sandviken, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni.

Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar eru í 8. sæti deildarinnar. Sigurinn í dag var sá fyrsti hjá Vålerenga á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×