Ávísunum á Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 18:30 Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira