Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2017 20:34 Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs. Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs.
Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07