Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2017 20:34 Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs. Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs.
Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07