Innlent

Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja

Kristján Már Unnarsson skrifar
Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.
Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Flogið var í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli með Airbus-þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. 

Í heimsókninni mun forseti eiga fundi með færeyskum ráðamönnum, skoða skóla og vinnustaði, halda fyrirlestur við háskóla Færeyja og efla kynni við Færeyinga með ýmsum hætti. Með í för verða utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, og frú Ágústa Johnson, kona hans, auk embættismanna, að því er fram kemur í frétt frá forsetaembættinu. 

Eftir lendingu á Vogaflugvelli síðdegis mun forseti eiga fund með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja. Þá skoðar forseti stríðsminjasafn í Miðvogi,  laxeldisstöð á Vogey og þiggur kvöldverð í boði bæjarstjóra Sörvágs. Heimsókninni lýkur á föstudag. 

Rætt verður við forsetann um Færeyjaheimsóknina í fréttum Stöðvar 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.