Verktakinn við Miklubraut bundinn af opnunartíma tippsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:24 Frá framkvæmdunum við Miklubraut. Vísir/anton brink Björn Sigurðsson, eigandi og forstjóri Bjössa ehf., verktakafyrirtækisins sem vinnur að framkvæmdum við Miklubraut segir að hann sé bundinn af opnunartíma jarðvegstippsins í Bolöldu og geti því ekki unnið verkið hraðar. Rætt var við Björn í Bítinu í morgun og fjallað um málið í fréttum RÚV í gærkvöldi. Verkið felst í að bæta forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Framkvæmdir hefjast að norðanverðu þar sem einni akbraut til vesturs hefur verið lokað með tilheyrandi umferðartöfum á álagstímum. Verið er að leggja göngu-og hjólastíga, endurgera biðstöðvar strætó og gera umhverfið við akbrautina vistlegra. Tippurinn er losunarstaður jarðvegs fyrir Reykjavíkurborg og Kópavog að sögn Björns en hann er hvorki opinn á kvöldin né um helgar.Greiða þarf aukalega fyrir lengri opnunartíma „Það er náttúrulega bara þannig að losunarstaðir fyrir jarðveg eru bara opnir virka daga frá 8 til 17:30 nema á föstudögum en þá er opið til 16. Svo er lokað á laugardögum og sunnudögum og á meðan við erum í þessari grófu vinnu, það er jarðvegsskiptum, þá erum við bara bundnir af þessum vinnutíma,“ segir Björn. Verktakarnir sem sjá um tippinn eru tilbúnir til að hafa hann opinn lengur að sögn Björns en það þarf þá að greiða aukalega fyrir það. Annars vegar gæti verktakinn sem sér um verkið greitt fyrir lengri opnunartíma eða verkkaupinn sem eru Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Veitur. „En við gerum ekki ráð fyrir því í okkar einingaverðum að við ætlum að fara að borga eitthvað aukalega fyrir að þeir hafi opið lengur. [...] Við viljum vinna mikið og það er ekki spurning um það og við erum til í að taka næturvinnuna á okkur það er ekki spurning en við erum ekki til í að fara að borga á hverjum einasta degi,“ segir Björn og bætir við að það sé ekki endilega þannig að Reykjavíkurborg vilji bara að verkið sé unnið í dagvinnu. „Þeir eru með mikla pressu á mér en þetta er kannski mál sem hefur ekki verið hugsað alveg til enda.“Ekki hægt að vinna til miðnættis Áætluð verklok eru í október en Björn segir að umferðin ætti að vera komin í eðlilegt horf um miðjan ágúst. Hann vill þó ekki segja nákvæmlega hversu löngu fyrir áætlaðan tíma hann gæti lokið verkinu ef hann gæti unnið það hraðar. „Það munar náttúrulega um allt en ég þori ekki að segja neina daga. En það er alltaf möguleiki að klára hlutina fyrr þegar við getum fengið að vinna lengur. Svo erum við náttúrulega bundnir af íbúðum þarna í kring þannig að við megum ekki vera að vinna þarna til miðnættis með vélar og tæki með tilheyrandi hávaða út af íbúunum sem búa þarna,“ segir Björn. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingar í umhverfis-og skipulagsráði, segir opnunar-og lokunartíma tippsins ekki pólitíska ákvörðun sem komi inn á borð ráðsins. „Við erum með mjög fært fólk sem sér um að útbúa okkar útboð en við erum í skipulagningunni,“ segir Sverrir en bendir á að framkvæmdir séu vanalega boðnar út á forsendum verðs. Þá kveðst hann ekki hafa forsendur til að meta það hvort hægt væri að flýta framkvæmdunum á einhvern hátt. Framkvæmdin við Miklubraut sé þó ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum framkvæmdum sem borgin hefur ráðist í. Hvorki náðist í formann umverfis-og skiplagsráðs borgarinnar við vinnslu fréttarinnar nésamgöngustjóra Reykjavíkurborgar. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Björn Sigurðsson, eigandi og forstjóri Bjössa ehf., verktakafyrirtækisins sem vinnur að framkvæmdum við Miklubraut segir að hann sé bundinn af opnunartíma jarðvegstippsins í Bolöldu og geti því ekki unnið verkið hraðar. Rætt var við Björn í Bítinu í morgun og fjallað um málið í fréttum RÚV í gærkvöldi. Verkið felst í að bæta forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Framkvæmdir hefjast að norðanverðu þar sem einni akbraut til vesturs hefur verið lokað með tilheyrandi umferðartöfum á álagstímum. Verið er að leggja göngu-og hjólastíga, endurgera biðstöðvar strætó og gera umhverfið við akbrautina vistlegra. Tippurinn er losunarstaður jarðvegs fyrir Reykjavíkurborg og Kópavog að sögn Björns en hann er hvorki opinn á kvöldin né um helgar.Greiða þarf aukalega fyrir lengri opnunartíma „Það er náttúrulega bara þannig að losunarstaðir fyrir jarðveg eru bara opnir virka daga frá 8 til 17:30 nema á föstudögum en þá er opið til 16. Svo er lokað á laugardögum og sunnudögum og á meðan við erum í þessari grófu vinnu, það er jarðvegsskiptum, þá erum við bara bundnir af þessum vinnutíma,“ segir Björn. Verktakarnir sem sjá um tippinn eru tilbúnir til að hafa hann opinn lengur að sögn Björns en það þarf þá að greiða aukalega fyrir það. Annars vegar gæti verktakinn sem sér um verkið greitt fyrir lengri opnunartíma eða verkkaupinn sem eru Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Veitur. „En við gerum ekki ráð fyrir því í okkar einingaverðum að við ætlum að fara að borga eitthvað aukalega fyrir að þeir hafi opið lengur. [...] Við viljum vinna mikið og það er ekki spurning um það og við erum til í að taka næturvinnuna á okkur það er ekki spurning en við erum ekki til í að fara að borga á hverjum einasta degi,“ segir Björn og bætir við að það sé ekki endilega þannig að Reykjavíkurborg vilji bara að verkið sé unnið í dagvinnu. „Þeir eru með mikla pressu á mér en þetta er kannski mál sem hefur ekki verið hugsað alveg til enda.“Ekki hægt að vinna til miðnættis Áætluð verklok eru í október en Björn segir að umferðin ætti að vera komin í eðlilegt horf um miðjan ágúst. Hann vill þó ekki segja nákvæmlega hversu löngu fyrir áætlaðan tíma hann gæti lokið verkinu ef hann gæti unnið það hraðar. „Það munar náttúrulega um allt en ég þori ekki að segja neina daga. En það er alltaf möguleiki að klára hlutina fyrr þegar við getum fengið að vinna lengur. Svo erum við náttúrulega bundnir af íbúðum þarna í kring þannig að við megum ekki vera að vinna þarna til miðnættis með vélar og tæki með tilheyrandi hávaða út af íbúunum sem búa þarna,“ segir Björn. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingar í umhverfis-og skipulagsráði, segir opnunar-og lokunartíma tippsins ekki pólitíska ákvörðun sem komi inn á borð ráðsins. „Við erum með mjög fært fólk sem sér um að útbúa okkar útboð en við erum í skipulagningunni,“ segir Sverrir en bendir á að framkvæmdir séu vanalega boðnar út á forsendum verðs. Þá kveðst hann ekki hafa forsendur til að meta það hvort hægt væri að flýta framkvæmdunum á einhvern hátt. Framkvæmdin við Miklubraut sé þó ekki að neinu leyti frábrugðin öðrum framkvæmdum sem borgin hefur ráðist í. Hvorki náðist í formann umverfis-og skiplagsráðs borgarinnar við vinnslu fréttarinnar nésamgöngustjóra Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira