Innlent

Í beinni: Ólafur Ólafs­son kemur fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fundinn í dag.
Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fundinn í dag. vísir/eyþór

Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Rannsóknarnefndin skilaði af sér skýrslu um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans í mars síðastliðnum og er Ólafur í skýrslunni borinn þungum sökum. 

Óskaði Ólafur eftir því að koma á fund nefndarinnar til þess að svara þessum ásökunum. Í gær lét Ólafur nefndinni í té gögn sem hann hyggst leggja fram á fundinum í dag en gögnin telja mörg hundruð blaðsíður.

Fundurinn hefst klukkan 15:15 í dag og verður fjallað ítarlega um hann í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.