Innlent

Í beinni: Ólafur Ólafs­son kemur fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fundinn í dag.
Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fundinn í dag. vísir/eyþór
Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Rannsóknarnefndin skilaði af sér skýrslu um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans í mars síðastliðnum og er Ólafur í skýrslunni borinn þungum sökum. 

Óskaði Ólafur eftir því að koma á fund nefndarinnar til þess að svara þessum ásökunum. Í gær lét Ólafur nefndinni í té gögn sem hann hyggst leggja fram á fundinum í dag en gögnin telja mörg hundruð blaðsíður.

Fundurinn hefst klukkan 15:15 í dag og verður fjallað ítarlega um hann í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.